luxatio hugans

awakening

laugardagur, október 07, 2006

SURPRISE!!!!!!!!

Í gær var ég í 1. skipti í svona óvæntu teiti sem heppnaðist að halda leyndu. Það átti að kveðja Auju óvænt áður en hún færi til USA en Gísli hjúkkudrusla klúðraði því. Eða fjölskyldan hans Gísla. Eða eitthvað.
Ég hef sjaldan verið eins spennt eins og í gær. Mætti hálftíma of snemma á partýstaðinn með niðurgangsverki því ég var svo hrædd um að vera ekki komin á undan heiðursgestinum. Hefði reyndar ekki þurft að hafa svona miklar áhyggjur af því. Heiðursgesturinn var svo seinn að það stefndi í autolysu hjá konunum sem biðu hennar með glæstar veitingar. En þegar hún loksins kom, og við sáum undrunina í vatnsbláum augum hennar (djók), þá var biðin vel þess virði. Gellan hafði raunverulega ekki clue um allt plottið:) Já þetta var gaman. En ef þið fáið dularfullt símtal frá mér, þar sem ég viðra hugleiðingar mínar um einmanaleikan og vináttuna, hverjir eru RAUNVERULEGIR vinir manns og hverja getur maður stólað á? Þá er ég mjög líklega að setja saman gestalista í óvænta teitið ykkar. Svo setjið á ykkur gloss.