luxatio hugans

awakening

mánudagur, október 23, 2006

Útrýming Guttorms og félaga

Ég get ekki varist því að finnast umræða um útrýmingu íslenska kúastofnsins heldur ógeðfelld. Íslenska kúakynið hefur verið hér með okkur síðan landnámsmennirnir námu hér land. Ég er kannski barnaleg en mér finnst það bara nokkuð smart. Upp til hópa geðgóð og gáfuð dýr. Mikil litafjölbreytni er í stofninum og hann er tiltölulega sjúkdómsfrír. Mér finnst það bera vott um taumlausa græðgi, að finnast það réttlætanlegt að útrýma dýrategund, til að eignast beljur sem mjólka eitthvað fleiri lítra. Taumlaus græðgi og allt að því illska hreinlega. Ég vann sem fjósakona sumarið eftir fermingu, svo manni þykir vænt um beljuhelvítin.