luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, október 18, 2006

Beisi á efri hæðinni

Við Doddi fórum í mat til Ólafar og Beisa um daginn. Maturinn var góður og öll sú hallelúja ræða. En hins vegar get ég fullyrt að aldrei hef ég verið upplýstari og margs vísari að loknu neinu matarboði fyrr. Þegar Beisi fór að réttlæta það fyrir mér hvers vegna hann væri Frammari en ekki Valsari með búsetu sinni, að Bólstaðarhlíðin væri nær Framvellinum en Valsvellinum, þá horfði ég í fyrsta skipti á hann með öðrum augum. Þau augu sáu Frey litla, son aðstoðarskólastjórans, sem hafði átt heima á hæðinni fyrir ofan mig í Bólstaðarhlíðinni. DETTI MÉR ALLAR DAUÐAR LÝS ÚR HÖFÐI!! hrópaði ég og var hress. Þá fórum við að rifja upp alla sem við þekktum bæði og hann vildi vita í hvaða bekk ég hafði verið í Æfingadeildinni. Þá sagði hann mér að einn bekkjarbróðir minn frá í gamla daga væri einn af betri vinum hans. "En þú þekkir náttúrulega systur hans, Kristínu Þóru!" NAU! ER SIGGI ELÍ BRÓÐIR KRISTÍNAR ÞÓRU?!
Þarna fór ég heim. Hás. Þetta var orðið of mikið að meðtaka í einu lagi.
En þá veistu það Kristín Þóra. Ég var með Sigga bróður þínum í bekk.