luxatio hugans

awakening

laugardagur, október 14, 2006

Lækkun matarskattsins

hlýtur bara að vera mikilvægasta og merkilegasta baráttumál sem þjóðin stendur frammi fyrir. Reyndar er debetkortamálið ógurlega mér enn ofarlega í huga en matarskattsmálið (senn ógurlega) sækir hart að. Krónan auglýsti lækkun matarskatts um helgina niður í 7%. Ó nú skyldi finna á eigin skinni hve unaðslegt yrði að búa hér á Fróni ef matarskatturinn væri nú bara lægri. Ég dreif mig af stað og verslaði þær nauðsynjar sem virðast gufa upp hér á bæ og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Men hvað ég hlakkaði til að koma að kassanum og láta mér bregða ánægjulega við upphæðina sem nefnd yrði mér til greiðslu. Vissulega brá mér við upphæðina. 8.000 krónur. Einungis nauðsynjavörur. Það óhollasta og mesta bruðlið í körfunni var TUC saltkex, einn pakki. Auðvitað skoðaði ég strimilinn þar sem afslátturinn góði var tíundaður lið fyrir lið. Fullt verð fyrir innkaupakörfuna var 9.111 kr. Afslátturinn var 1.111 kr. Nú er ég enginn grósseri og ég veit vel að ég týni ekkert ellefuhundruð krónur upp af götunni, en mér finnst þetta ekkert muna öllu. Ekki af svona dýrri verslunarferð. Annað ef þetta væri einn haldapoki þá væri þetta drjúgt. Eitt lítið dæmi af innkaupalistanum er tvöfaldur Cheeriospakki á 1.096 krónur, afsláttur 62.91 króna, samtals 1.033 krónur. Það er munurinn á 14% og 7% matarskatt. Frábært. Gerum þetta að kosningamálinu í vor.
Kveðja,
önug læknisfrú í Hlíðunum.