luxatio hugans

awakening

mánudagur, október 23, 2006

Helgin

Fór á Mýrina um helgina. Hún var rosalega góð. Ég las bókina fyrir mörgum árum og mundi ekkert plottið eða hver var morðinginn svo ég var ægilega spennt. Mér fannst bara allt gott við myndina en ég var samt svekkt að krufningarsalurinn var ekki frá mínum gamla vinnustað og meinafræðingurinn sem étur yfir líkinu er náttúrulega mesta kliskja ever. Og karlakórssöngurinn. Mér fannst hann ekki alltaf eiga við. Stundum flott en stundum út úr kortinu. Svo bauð Siggi okkur upp á popp og kók í hléi. Já hann Sigurður er svo myndarlegur þegar hann er ekki búinn á því eftir Anastaciu standinn. Þess vegna köllum við hann Sigurð myndarlega.
Nú svo fékk ég að sjá baðherbergi og eldhúsinnréttingu Jóns Fannars. En um enga eldhús- né baðinnréttingu hef ég lesið meira um á netinu. En þó var tvennt í þeirri heimsókn sem sló báðum þeim innréttingum við. Í fyrsta lagi var það nágranninn hressi, hann Erlingur, og í öðru lagi var það laxasalatið sem hlýtur náttúrulega að vera besta laxasalat sem hefur verið gert. Já ég er ekki frá því.