Ofsóknir, áreiti og almennt rugl
Ég verð víst að viðurkenna það að færslur síðustu daga hafa verið stopular. En það er við manninn mælt að um leið og færslunum mínum fer að fækka, þá rís upp fólk sem birtir að meðaltali eina færslu á ári og er með skæting. Skæting, yfirgang og svívirðingar.
Ég er sem betur fer í svo miklu andlegu jafnvægi að ég læt þetta ekki sveifla mér.
Ég les á milli línanna á öðrum bloggsíðum að mér sé ekki boðið í mat í kvöld vegna þess að svo mikið hefur brotnað úr matarstellinu. Ég brosi góðlátlega þegar ég les slíkt og upplifi enga höfnun. Ef einhver vill heldur fá hjón í mat þar sem annar aðilinn er rekinn úr "Barneignir og fjölskyldan" fyrir dónaskap og hinn aðlinn hefur ekið báðum megin á veginum (og er ekki breskur (if you know what I mean)) þá hef ég umburðarlyndi gagnvart slíku. Aðalatriðið er að vera kærleiksrík.
Það var líka hressandi að sitja á tímaritsfundi í dag og læra að ég var í psychosu í tvö ár af barnæsku minni. Einnig var hressandi að ræða við prófessorinn í einrúmi að loknum tímaritsfundi og komast að því að tímabundin psychosa í barnæsku sem eltist af mér er ekki prognostisk fyrir yfirvofandi psychosu síðar meir. Nema ég sé í psychosu núna. Það myndi nú skýra heilmargt.
<< Home