luxatio hugans

awakening

laugardagur, nóvember 04, 2006

Vinnu(ekki)blogg

Ég má náttúrulega ekkert blogga um vinnuna mína. En ég hlýt að mega blogga um mig, í vinnunni minni. Eða þar til ég verð klöguð, kölluð inn á teppi og sagt upp störfum. Þegar ég var að vinna á meinafræðideildinni í sumar, þá gerði ég fátt annað en að skera mig. Þar sem þetta voru ekki merkilegir skurðir þá væri þetta ekkert alvarlegt mál, nema fyrir það að hnífurinn var alltaf búinn að fara í gegnum líffæri úr sjúkling, áður en ég skar mig á honum. Þá er þetta ekki orðið smart útaf smithættu og svoleiðis veseni. Þess vegna er alveg merkilegt að einhver sem er jafn sjúkdómahrædd og ímyndunarveik og ég er, skuli ekki vera búin að koma sér upp aðferð til að koma í veg fyrir þessa skurði endalaust. Þvert á móti, tókst mér að skera mig í vinnunni áðan. Greit!! En ekki nóg með það, heldur fattaði ég alltof seint að ég hefði átt að vera með berklagrímu í úrskurðinum í dag. Snillingur. Jæja það er bara mantoux og veiruleit á mánudaginn. Hressandi!