luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

USA uppgjörið

Lentum hress og kát í States á fimmtudagskvöldi. GeðKortið kom á völlinn og tók á móti okkur. Við höfðum sem betur fer ákveðið að taka ekkert allt of mikið af farangri með okkur út, og því var allt í lagi að draga þessa einu ferðatösku, sem betur fer var á hjólum, og einn handfarangur á eftir Gísla þar sem hann gekk um allan alþjóðlega flugvöllinn í Minneapolis og reyndi að muna hvar hann hafði lagt bílnum. En bíllinn fannst og við fórum og hittum Frúna og litla Kortið. Það var gott að sjá Frú Kort, því er ekki að neita. En ég fór langt því frá að grenja. Reyndar var ég pínulítið hás með byrjandi hálsbólgu þarna á fimmtudagskvöldinu og það átti bara eftir að versna þegar á leið. Kortararnir fóru með okkur á all american diner þar sem við úðuðum í okkur fyrir no money at all. Snilld sem við áttum eftir að gera mjög, mjög, mjög mikið af í ferð þessari. Svo var brunað á Kort Mansion.
Afmælisdagurinn rann upp bjartur og fagur. Við Doddi vöknuðum klukkan 5 að staðartíma, enda 6 tímum á undan líkamlega. Reyndum að hafa hægt um okkur og vera ekki gestgjöfunum til ama. Doddi gaf mér afmælisgjöfina og svo fórum við í gönguferð. Þegar við komum til baka mætti okkur Frúin nývöknuð og hálftryllingsleg útlítandi og sagðist hafa verið að leita að okkur. Hún hefði hreinlega ekki verið viss hvort við hefðum komið í gær eða ekki. Smá delerium þar á ferð.
Svo var farið með afmælisfrúna í all american afmælisbrunch. Snilld. Ég át yfir mig en var samt ekki södd. Ég átti bad hairday allan afmælisdaginn. Ég kenni hárblásaraleysi FrúarKortsins þar um. Einnig var ég komin með slæma hálsbólgu og gat varla talað. Það þótti FrúarKortinu ekki verra enda er konan málglöð með eindæmum eins og þeir vita sem þekkja hana. Að loknum brunch var verslað fram að kvöldmat en þá fórum við á Red Lobster. Auja gaf mér afmælisgjöf sem var styrkjandi fyrir sál og líkama. Alltaf að hjálpa öðrum.
Á laugardeginum löbbuðum við um Campusinn í University of Minnesota eða U of M. Úff hvað maður finnur til þess hvað aðstöðuleysi Háskóla Íslands er átakanlegt. En ég nenni ekki að skrifa um það. Það er deprimerandi og ekki viljum við vera það. En við Auja flippuðum samt í minjagripabúð U of M þar til við vorum skammaðar. Andlegt mein.is!
Sunnudagurinn fór í Mall of America. Jesús. Ég stóð bara og hringsnerist og gat ekki keypt neitt. Of mikið úrval. Of stórt. Of yfirþyrmandi. En ég náði að taka mér taki og eyða mjög miklu af peningum. Vel af sér vikið. Við slepptum því reyndar að fara í rússíbanann sem er í skemmtigarðinum í miðju mollinu, en sáum heimsins stærsta piparkökuhús. Well.
Á mánudeginum var mjög margt gert í síðasta skipti í Ameríku. Mjög mikið af góðum mat var borðað enda síðasta tækifærið. Reyndar vorum við svekkt að hafa ekki komist á Body Worlds sýningunna og ég hefði viljað komast á all american fund í Mekka nafnlausra félaga minna. En því varð ekki við komið og Auja keyrði okkur hjónin á flugvöllinn eftir magnaðan túr um bygginguna þar sem öll Health Science eru kennd í U of M í fylgd Gísla hjúkkuxxxxxx. Annars ætti ég ekki að uppnefna Gísla því honum er annt um tilfinningar mínar eins og kom berlega í ljós þegar ég þurfti að tjá mig um nuddstólana sem fást orðið á hverju götuhorni. Þegar á flugvöllin var komið grét Auja pínulítið, ekkert vandræðalega mikið samt, og við Doddi tókum töskurnar 6 úr bílnum. Ég minni á að við komu til landsins voru töskurnar 2. Auja keyrði burt á mini vaninum og við Doddi drösluðum töskunum inn í flugstöðina og leituðum að Icelandair skilti. Þar sem við þrömmuðum um og vorum orðin örvæntingarfull rákumst við á vingjarnlega konu sem sagði okkur að Icelandair flygi alls ekki frá Minneapolis á mánudögum heldur þriðjudögum. Símtal til Auju. Hey! Geturu náð í okkur aftur? Við förum ekki fyrr en á morgun. Jæja góða við það var að núna náði ég fundi á mánudagskvöldinu, við Auja fórum út að hlaupa meðfram Missisippi á þriðjudagsmorgninum í sól og kulda og það var alveg jafn töff og það hljómar, við fórum á Body Worlds sýningunna, náðum að versla pínulítið meira og náðum SÍÐUSTU all american máltíðinni. Shit hvað það var gott að borða þarna. Þeir gera mjög góðan mat og ég yrði þokkalega obese á nóinu ef ég byggi þarna. Sem sagt klúðrið fullkomnaði ferðina.
Aftur var brunað á völlinn og í þetta sinn fórum við í loftið. Vel gert.
Summary: Kortararnir eru meiriháttar heim að sækja. Gestrisin, fróð um umhverfi sitt og alveg laus við að tapa gleðinni. Þetta var helber snilld og við förum fljótlega aftur. Líf og fjör.


Auja horfir yfir Missisippi af svölunum sínum.

10 Comments:

At 3:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl frú Aðalheiður!

Þar sem ég sá að þú leyfðir komment við þessa færslu varð ég bara að kvitta fyrir mig.

Á Nýja-Sjálandi er gleðin við völd enda sumarið á leiðinni. Ég mæli eindregið með því að þið læknahjónin komið hingað í framhaldsnám! Mun meira spennandi en Sviþjóð....

Bið að heilsa bóndanum.

Kveðja,
Elva MA-ingur

 
At 10:33 f.h., Blogger B said...

Til hamingju með afmælið Allý mín.

USA ferðin hljómar vel. Mér finnst töff að ruglast á heimfarardögum og þetta er algengara en þú gætir haldið M&P gleymdu heimfarardeginum sínum ekki alls fyrir löngu og rúntuðu um Kaliforníu meðan vélin þeirra flaug yfir hafið heim.

kossar og kveðjur
þín B.

 
At 11:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið elsku Allý mín,ég er sko alltaf viku-OFSEIN.

En annað .......er það ekki 10 km 31 des?????????

 
At 1:45 e.h., Blogger Ally said...

Ég kem til Nýja Sjálands með eða án Þóroddar. Doddi draumstautur á ábyggilega ekki í nokkrum vandræðum með að ná sér í nýja konu til að læra sænsku með honum.

Álfheiður: Gamlárshlaupið verður hlaupið!

 
At 7:00 e.h., Blogger Hadda said...

SNILLD þessar húfur, ekki segja mér að þú hafir séð einhvern með þetta spásserandi um hálskólasvæðið hehehhehe
Svo fannst mér bara fínt hjá ykkur að þykjast ekki vita hvenær flugið var heim:ö)
Heyrumst
HH

 
At 12:52 f.h., Blogger Kort said...

Þakka góð orð-- en mundu líka að ég er heavy ratvís og algjörlega laus við paranoju sem tilkomin er af hallærislegum sterómyndum. Og já afhverju kom ekkert fram með Brokeback Mountain atvikið??

 
At 1:45 f.h., Blogger Ally said...

Já shit ég gleymdi Brokeback Mountain mómentinu þegar okkur Auju fannst okkur ofaukið í félagsskap eiginmanna okkar.

 
At 1:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið frú Aðalheiður.
Flott að þið skötuhjúin skemmtuð ykkur vel í US and A.

Ólöf K (sem aldrei kommenterar en gat ekki sleppt þessu einstaka tækifæri ;)

 
At 12:41 f.h., Blogger Ally said...

Hey Ólöf! Af hverju ert þú ekki í félagi lækna með húmor, eins og pabbi þinn og eiginmaður minn?

 
At 12:41 f.h., Blogger Ally said...

Reyndar ætti ég að vera formaður friggin lækna með húmor, enda fáir jafn fyndnir og ég. Kalt mat.

 

Skrifa ummæli

<< Home