Formið og Pólitíkin
Nú er auglýstur grimmt nýji raunveruleikaþátturinn: "Frægir í form". Ég þekki engan af þessum frægu Íslendingum nema Árna Johnsen, þingmanninn verðandi. Nú veit ég ekki alveg hvort ég fagna því að búa í þessu liberal þjóðfélagi sem er fljótt að gleyma og fyrirgefa að það hleypir glæpamönnum á þing. Árni hætti náttúrulega að vera glæpamaður daginn sem hann fékk uppreisn æru svo sjálfsagt er ég að gerast sek um glæpinn rógburð. En ég veit það ekki. Er ekki svolítið smart að gera kröfu um að glæpafortíð þingmanna vorra sé í lágmarki? Að þeir hafi tiltölulega flekklausa fortíð? Eða endum við þá eins og Svíarnir sem segja af sér þingmennsku í hrönnum fyrir að borga ekki afnotagjöld og borga barnapíum svart? Helvítis Svíarnir! En það góða við þetta er að ég er gjaldgeng á þingið. Og forsetastólinn. Sjáumst þar.
<< Home