luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Ertu búin að ákveða í hverju þú ætlar að sérhæfa þig???

Algengasta og jafnframt leiðinlegasta spurning sem ég fæ reglulega. Það er með þessa reglu eins og aðrar reglur að það er intverval. Hér er intervalið átakanlega stutt. 1-2 dagar. Án spaugs. Í núna 5 ár hef ég fengið þessa spurningu 2-3 í viku. Þið sem eruð að lesa þetta, mig langar að segja ykkur núna að ég mun væntanlega vita svarið við þessari spurningu, ja.... hvað eigum við að segja........ svona í maí 2009. Please ekki spyrja mig vikulega þangað til! Það sama gildir um spurninguna sem ALLTAF kemur í kjölfarið: "En Doddi? Í hvað ætlar hann?"
Hvaða andskotans máli skiptir þetta svosem? Er fólk að reyna að ákveða hvaða sjúkdóma það ætlar að fá. Eða í einhverjum tilfellum.. ætlar ekki að fá?
En í ljósi þessarar gremju minnar þá finnst mér það sérstaklega áhugavert að Heiðrún bekkjarsystir mín og lesstofufélagi er búin að ákveða í hverju hún ætlar að sérhæfa sig. Hún ætlar að verða geðlæknir. Svo ef þið hittið Heiðrúnu, a.k.a Dr. Maack, þá verið ófeimin að hefja spjallið á orðunum: "Já svo þú ætlar að verða geðlæknir?"