luxatio hugans

awakening

föstudagur, júní 08, 2007

Bjánapistill

Ég er núna búin að vinna 5 daga í Hveragerði. Þessi hálftími hvora leið hefur farið í það að hlusta á útvarpið og er þetta það mesta sem ég hef verið í tengslum við atburði í þessu þjóðfélagi sem ég bý í í langan tíma. Eitt hefur þó leitað sterkt á huga minn við þessa hlustun. Er ekki gerð nein lágmarkskrafa um greind til þeirra sem starfa við útvarp? Jesús guð á himnum. Stundum vil ég rífa af mér eyrun.
Fífl dagsins hlýtur að vera gerpið á svarta bensanum með einkanúmerið bæbæ sem reyndi hvað hann gat að drepa nokkra í umferðinni í dag. Af fréttum að dæma hefur það ekki tekist enn.
Mikið vildi ég að þeir hjá Umferðarstofu hefðu fengið sér læknisfræðilegt consult við gerð auglýsingarinnar þar sem dána fólkið svífur til himins og gaurinn í beltinu lifir. Ömurlega illa útfært. Ég tek út fyrir það að þurfa að horfa á þennan þvætting. Eins og boðskapurinn er í sjálfu sér góður.
Að lokum: Þarf Selma, aðstoðarkona Bubba Byggis, virkilega að vera svona munúðarfull?? Hvaða djöfulsins gredda er þetta í gellunni? Svo er allt að verða vitlaust yfir Tinky Winky ræflinum sem aldrei hefur gert neinum neitt. Hvernig væri að fara aðeins ofan í saumana á hórkonunni sem aðstoðar Bubba Byggi dags daglega? Ég hefði nú haldið að það væri brýnna.