luxatio hugans

awakening

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Af engu

Sit á síðustu vaktinni og leiðist. Fáir veikir.
Ingvar hljóp í Latabæjarhlaupi í gær og endaði þriðji. Mjög gott. Hjónin foreldrar hans voru hins vegar með tárin í augunum af vonbrigðum og sjálfsfyrirlitningu í markinu í Glitnis maraþoni að hafa ekki drullast í hálfmaraþon. Handaband upp á það að vera með að ári.
Sundlaugin hennar Cousin Hab heillar. Er að spá í að fara þangað, ein, fyrst bóndinn er ekki áhugasamur um ferðalög með mér.
Er pottþétt á leiðinni á leiseraðgerð á augum. Er að tryllast úr sjóndepurð og sjónskekkju. Það er ekki hægt að vera svona!
Hversu sjúklega fyndið er að City hafi tekið United?