Gyða systir
er komin í spilun á rás 2:)
Búin að heyra lag með henni í gær og í dag.
Hlakka óeðlilega mikið til að sjá Óvitana.
Sá mótleikara Gyðu í Astrópíu í gærkvöldi. Ég verð nú að segja að sú mynd kom mér ánægjulega á óvart. Bara ágætis mynd og mjög fyndin á köflum. Hins vegar er orðið óþolandi að fara í bíó. Miðinn kostar skrilljónir, SAMT er þröngvað á mann auglýsingum í 20 mínútur umfram auglýstan sýningartíma og svo aftur í þessu tímaskekkju hléfyrirbæri. Ákveðinn stemmari að fara í bíó svosem en ég held ég kjósi sófann minn og DVD mynd í framtíðinni. Eða sýningar Græna ljóssins. Maður á ekki að láta bjóða sér hitt helvítið!
<< Home