Af tenglamálum
Var að laga til á tenglalistanum mínum. Einhverra hluta vegna finnst mér það vera það leiðinlegasta við þetta blogg að laga tenglalistann. Það eru reyndar draugar úr fortíðinni frá þeim tíma þegar þurfti að restarta bloggsíðunni til að sjá breytingarnar og það tók aldir. Þetta er ekki svona í dag. En þetta er bara eins og dæmisagan af tannlæknaphobiunni og hugrænni athyglismeðferð. Ef þið fattið ekki samlíkinguna þá er það ykkar vandamál að vera svona illa lesin.
En það er nú vaninn að tjá sig um svona tenglabreytingar, hvers vegna hinn og þessi datt út o.s.frv. Ég nenni því ekki núna. Hins vegar vil ég benda á nýja tengilinn Rokk. Þar er ég að linka á Kiddu Rokk sem hefur gengið undir nafninu: "Kidda Rokk vinkona mín" eða alveg síðan ég komst að því að Coldplay hitaði upp fyrir hana þegar hún var að túra um Bretland. Ég myndi alls ekki kalla það grunnhyggni að mér þykir actually meira vænt um hana núna. Það er bara fallegt að láta sér þykja vænt um fólk, hver svosem ástæðan er.
<< Home