luxatio hugans

awakening

föstudagur, september 21, 2007

Common girls

Hvar er sjálfsvirðingin? Enn og aftur falla knattspyrnukonur í þá gryfju að pósa sem kynverur við að auglýsa einhvern stórleikinn. Nú úrslitaleikinn í bikarnum. Ég er alveg steinhissa að þær skuli fást í þetta. Ekki smart. Það var alger hryllingur einhver herferðin sem landsliðið fór í um árið. Þá voru þær hreint og beint á nærfötunum að reyna að fá fleiri áhorfendur á leiki. Sorglegt. Þá tók ég Ástu frænku mína Árnadóttur á beinið og spurði hvur andskotinn væri eiginlega í gangi. Þá var þetta að sjálfsögðu ekki undan þeirra rifjum runnið, en samt taka þær þátt í framkvæmd hugmyndarinnar. Humm. Og markaðshópurinn................... Koma virkilega fleiri á bikarleikinn, karlar þá væntanlega, af því að þær sátu fyrir á handklæðum í blöðunum í dag? Og er það þá good thing? Herferðin að virka. Erum við ánægð með að þetta skili sér í auknum fjölda áhorfenda? Ég veit það ekki. Þeir sem koma fótboltans vegna hefðu alltaf komið á leikinn hvort sem er, en þeir sem koma til að fá að sjá stelpurnar sem voru undir handklæðunum......... viljum við fá þá á leikinn?