luxatio hugans

awakening

mánudagur, september 03, 2007

Grímseyjarferjumálið

fer eitthvað svakalega í taugarnar á mér. Ekki vegna þess að ég hafi svo sterkar skoðanir á því, heldur vegna þess að ég er þreytt á því. Svo fór ég að hugsa. Er það kannski þess vegna sem menn komast upp með allan andskotann hérna á Íslandi? Vegna þess að fjölmiðlar djöflast svo á málefninu þar til fólk vill frekar gubba en að komast að hinu sanna. Minnir á vatnspyntingar hreinlega. Þannig var þetta orðið með Baugsmálið. Það var autonom reflex sem skipti um sjónvarps- eða útvarpsstöð ef orðið Baugsmál kom við sögu.
Ég nenni varla að setja almennilegan endapunkt á þessa færslu, svo mjög leiðist mér innihald hennar.