luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, september 20, 2007

Hjálp

Ég er að bugast úr sjálfsvorkun. Ég er með tár í augunum og hor í nös af helberri og einskærri sjálfsvorkun. Mér finnst það ógeðslega ósanngjarnt að ég sitji hérna í þessum viðurstyggilega og ljóta Ármúla og sé að lesa undir 3 próf, korteri eftir að skóli hófst. Aðrir háskólanemar eru í bóksölu stúdenta að reyna að ákveða hversu marga liti af uni-ball eye pennum þeir eigi að nota við að taka niður glósur í vetur og hvort þeir eigi að versla fine eða micro odd. En við vesalings læknanemarnir erum að læra utanað innlenda löggjöf um sóttvarnir. Og ég sem þyrfti eiginlega að vera að velja háf og spansuðuplötu í nýja eldhúsið mitt. ÞETTA ER MANNVONSKA SEGI ÉG!!!!!
Mig vantar svo að einhver stór og mjúkur (útlit gæti samræmst deildarlækni á gjörgæslu) komi og strjúki hárið sem hefur fests í hori og tárum blíðlega frá andlitinu á mér, gefi mér fullt af sælgæti og segi mér að allt verði í lagi. Baðherbergið verði tilbúið áður en ég viti af.