luxatio hugans

awakening

laugardagur, september 15, 2007

Yfirgengileg græðgi

Fór með krakkana í Bónus-video hérna í Mávahlíðinni áðan. Ester sá svona nammibar og vildi fá. Ég hef andstyggð á svona nammibörum yfir höfuð vegna fjölda þeirra sem um þá ganga en það sem ég varð vitni að áðan keyrði um þverbak. Neðst á barnum, í skóhæð þeirra sem við hann standa, er renna sem nammið sem "fellur útbyrðis" safnast í. Þegar ég var að hjálpa Ester að tína í pokann þá var þarna starfsmaður sem týndi nammið upp úr rennunni og flokkaði það í í rétta dalla aftur. Ég horfði á hann í smástund, svo undrandi að ég kom varla upp orði, og svo gat ég ekki stillt mig um að segja honum að þetta sem hann væri að gera væri vægast sagt ógeðslegt. Hann sagðist bara að vera vinna sína vinnu, eins og fyrirmæli hljóðuðu uppá frá yfirmanni. Ég sagði honum að skila því til yfirmanns síns að þetta þætti viðskiptavinum hans viðbjóðslegt.
Pælið aðeins í þessu. Þeir leggja ábyggilega svona 1000% á sælgætið og tína svo upp þá mola sem detta niður. Hversu ógeðslega gráðugur er hægt að vera???!!! Hversu mikil tík þarf ég að vera til að tala við heilbrigðiseftirlitið? Uhm, bíddu leyfðu mér að hugsa.......... ekki svo mjög mikil.