luxatio hugans

awakening

sunnudagur, september 23, 2007

Efasemdir um hjónabandið II

Við hjónin vorum um daginn að gera grín að einum manni í samtökum iðnaðarins sem kom fram í fjölmiðlum og varð tíðrætt um það í viðtalinu að hann hafði gleymt að tríta sig sem sjúkling. Jæja aumingjahrollur dauðans að horfa á þetta viðtal og það komu móment þar sem ég skammaðist mín fyrir að tilheyra samtökum iðnarins.
Í morgun kom svo upp púki í mér og ég krafðist þess af Þóroddi að farið yrði að tríta mig meira eins og sjúkling, hann ætti að koma fram við mig eins og hann myndi gera ef ég væri með krabbamein.
Doddi hugsaði sig um í smástund og sagði svo: "Hvaða krabbamein og hverjar eru horfurnar?"