luxatio hugans

awakening

föstudagur, nóvember 30, 2007

Áfengisfrumvarp og Rokk

Fór á pallborðsumræður hjá Lýðheilsufélagi læknanema um áfengisfrumvarpið. Það var vægast sagt mjög áhugavert. Framsögumenn voru:

Sigurður Kári Kristjánsson
Þingmaður og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins
Bjarni Össurarson Rafnar
Yfirlæknir á geðdeild Landspítala
Sigurður Jónsson
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu
Guðfríður Lilja
Þingmaður
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Þingmaður
Valgerður Rúnarsdóttir
Læknir á Vogi

Mér fannst þingmenn Sjálfstæðisflokksins bara ekki nógu sannfærandi og standa nógu vel með frumvarpinu sínu. Horfðu niður í pontuna og voru hálf vandræðaleg eitthvað. Eins og þau skömmuðust sín fyrir frumvarpið. Nema þau hafi skynjað sterkt að fundurinn hafði ekki hljómgrunn með þeim. Ég veit það ekki. Mér fannst Valgerður mjög flott. Það var bara átakanlega pirrandi að þingmennirnir áttuðu sig ekki á því hvað hún var að fara með forvarnarrökunum. Það gerðu sér allir aðrir viðstaddir ljóst hvað hún átti við með mótsögninni í því að fjarlægja forvörnina sem hefur best sannaða fylgni við minnkaða áfengisneyslu en tala samt fyrir auknum forvörnum!! Kannski skildu þau alveg en voru að beita einhverju pólitísku heyrnar/skilningarleysi. Sömu sögu er að segja um rökleysuna þeirra um það að áfengisstefna Íslendinga um lítið aðgengi væri ekki að skila árangri því áfengisneysla síðustu 10 ára hefði margfaldast en samt töluðu þau um að ÁTVR verslanir hefðu sprottið upp eins og gorkúlur um allt land á síðustu 10 árum.
Uhh já.... það að ÁTVR verslunum með meira áfengisúrvali, ólöglegum áfengisauglýsingum og lækkuðu áfengisverði miðað við kaupmátt hafi fjölgað á sama tíma og áfengisneysla hefur margfaldast eru meiriháttar rök fyrir því að forvarnarstefnan um lítið aðgengi hafi mistekist. Það sýnir þvert á móti svart á hvítu hvað gerist við aukið aðgengi og að stjórnvöld eru ekki að fylgja eftir núgildandi stefnu. Eða þannig skil ég það allavega.

Svo fór ég beint í Rokk til Beggu Gísla sem er hætt að nenna að lesa bloggið mitt af því að hún fær ekki að kommenta á því. Hér er því kjörinn vettvangur fyrir mig að úthúða henni. T.d að benda á það hversu egócentriskt það er að þurfa endilega að getað kommentað. En ég stóð mig ágætlega í Rokkinu. Ég fór ekki með þvag með mér, hrækti ekki á neitt eða slefaði eða varð mér nokkuð til skammar. Það munaði samt ekki miklu þegar mesta dónastelpan fór að leika hvað konur ættu helst að gera við hendurnar á meðan samförum stendur. Það varð mér til happs að Bergþóra sem vinnur á gjörgæslunni og er orðin mjög hæf í því að bregðast við á ögurstundu, sá í hvað stefndi og hrópaði á mig að stinga ekki vínberinu sem ég var með í hendinni upp í mig. Guð einn getur spáð fyrir um hvernig annars hefði farið.
Ef dónastelpan væri ekki jafnframt Yfirrokk þá hefði hún ábyggilega fengið að fjúka eftir þennan leikþátt. Sumt er einfaldlega bara yfir strikið!