luxatio hugans

awakening

föstudagur, maí 09, 2008

Af kremkexi

Ég þurfti að beila á póker í kvöld vegna ælu. Ég er megaósátt, sérstaklega vegna þess að ég er kannski ein af fimm sem ekki var timbruð eftir gærkvöldið, en svona getur þetta verið. Það er annað en Doddi sem er fullur annað kvöldið í röð. Stíf dagskrá þar. En í staðinn lá ég í sófanum með krökkunum og horfði á Útsvar sem ég hef svo sannarlega ekki lagt í vana minn. En greinilega var þetta úrslitaþáttur vetrarins og í úrslitaspurningunni var spurt hvað Íslendingar eru vanir að kalla Sæmund í sparifötunum. Elín María, vinkona Ingvars, var hérna hjá okkur. Hún saug upp í nefið, tók gúlsopa af kókinu og sagði: Kremkex, þetta er kremkex.
Ha?!
sagði ég.
Jább, þetta er kremkex!
Hvorugt liðið gat svarað spurningunni rétt, en þetta var rétt hjá Elínu Maríu. Þetta var kremkex. Það var bara svo fyndið hvað hún var svellköld á því.