Próflestri formlega lokið
Ég er hætt að lesa og búin að tæma lesstofuna í síðasta skipti. Nú tekur við óþolandi bið eftir morgundeginum því það verður ekki hægt að lesa í kvöld en samt er eiginlega ekki hægt að gera neitt annað, þannig að þetta er óþolandi ástand.
En það eina sem er alveg öruggt er að það breytist ekkert til morguns. Ég kann nú þegar allt sem ég mun kunna á morgun. Svo þetta fer eins og það fer. Útkoman verður eflaust ágæt.
Það verður unaður að labba út úr prófinu á morgun og annað kvöld verðum við hér á tuttugustu hæð í veisluturninum. Það verður án efa ekki leiðinlegt.
<< Home