Fyndnustu samskipti dagsins
Það er einn af bekkjarbræðrum mínum sem finnst mólur það viðbjóðslegasta there is. Af öllu sem við höfum lært og séð af allskyns viðbjóði þá hefur að klárlega vinningin hjá honum af því sem ógeðslegast er. Well. Ég var að taka eitt af þessum ótal æfingaprófum í dag þegar svarið við einni spurningunni var einmitt móla. Þá hlakkaði í mér og ég sendi honum Múfasa-sms: Móla!
Það kom svar á augabragði: Þið eruð með það!! Viðbjóður!
Svo liðu nokkrar mínútur þar sem hann hefur sjálfsagt setið og ruggað sér í þráhyggju og svo kom seinna sms-ið: Barnið breytist bara í krabbamein! Helvíti eðlilegur sjúkdómur. Barn sem metastaserar til lungna, flott!!!!
<< Home