luxatio hugans

awakening

laugardagur, maí 03, 2008

Af lungnaembolium

Próflesturinn alveg á síðustu metrunum og hypochondrian grasserar sem aldrei fyrr!! Ég er móð, með takverk, hraðan púls og verki í kálfunum. Þegar þessi einkenni leggjast saman við sögu um langvarandi kyrrsetu síðustu vikna þá er þess ekki lengi að bíða að hringt verði eftir þyrlunni. Ég á sem betur fer góða vinkonu sem er sálfræðingur og bað mig í guðs almáttugs bænum að fá mér sýklalyf til að vinna á sýkingunni. Það er ekki henni að þakka að ég lifi til þess að skrifa þessa færslu. Á móti þykist hún geta þakkað mér það að hún fékk perforerað magasár en ég gerði víst eitthvað góðlátlegt grín að magabólgueinkennum hennar.
Æi ég er móð! Ég er að hrökkva uppaf!