Bloggedíblogg
Hér kemur bloggfærsla:
Þær hafa ekki verið neitt sérstaklega margar upp á síðkastið þrátt fyrir að ég sé í prófum sem er óvenjulegt. Venjulega grípur mig yfirnáttúrulega þörf að þvaðra um allt og ekkert einmitt þegar ég á að vera að læra eitthvað óspennandi utanbókar. Snilldin við þessa nýju lessaðstöðu sem okkur var úthlutað í vor er að illa hefur gengið að koma nettengingu á þar. Sem er gott fyrir netfíkla eins og mig. Ég næ ekki að mynda mér skoðun á fréttum eða þjóðfélagsumræðum eða láta íþróttamenn eða leikara fara í taugarnar á mér og get því ekki talið sjálfri mér trú um að ég verði að komast absolut akút á netið til að tjá mig um viðkomandi málefni.
Þess í stað get ég beðið þar til ég kem heim á kvöldin til að blogga svona tilgangslitlar, innihaldslausar bloggfærslur.
Leiðinlegra fyrir ykkur, en ég kem meiru í verk og það skiptir eiginlega mestu máli fram á fimmtudag. Eftir það get ég farið að skrifa sjúklega önugar bloggfærslur á ný.
<< Home