luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Árshátíð

Ég fór á Árshátíð Læknanema á laugardaginn. Það var mjög skemmtilegt. Haldið á Hótel Sögu og maturinn var hreint afbragð. Ég hef ekki farið á síðustu tvær árshátíðir og man ekki eftir að hafa borðað á þeirri fyrstu, solleis að maturinn á þessari stendur uppúr. Jamm.
Mér leið eins og Birgittu Haukdal þegar ég gekk í salinn. Ég kom seint, fólk var sest við borðin og ég ætlaði aldrei að komast að mínu borði vegna ótrúlegs fjölda fólks sem þurfti að ná af mér tali, faðma mig og kyssa og mynda mig. Og láta mynda sig, með mér. Velta mætti því fyrir sér hvort svo sé stjörnueiginleikum mínum fyrir að þakka, eða einfaldlega því að jafn óvenjulegt er að sjá mig á slíkri skemmtun eins og að sjá sjúkling með Rheumatic Fever.
Mér fannst skemmtiatriði annars árs brjálæðislega fyndið. Og þar sem ég sat og hló þar til tárin láku niður kinnarnar, þá gat ég ekki varist því að velta því fyrir mér hvort ég hefði svona sjúkan haus.