Ég fór að láta taka úr mér endajaxlana (efri) hjá 6. árs tannlæknanema í dag. Mér var svona ekki alveg sama, skimaði um eftir prófessorunum sem ég hef heyrt að fylgist með þeim og svona. Leist ekki á blikuna þegar ég sá aðgerðaherbergið því þetta er þvílíkur fjöldi af stólum og það var svo mikill "æfingastöðfílingur" á þessu að ég svitnaði. Nú svo er mér hent í stólinn og manneskjan býr sig undir að hefjast handa og enginn var prófessorinn. Ég þurfti að bíta í tunguna til að spyrja ekki hvort kennarinn ætti ekki að vera þarna og hvort hún vissi hvað hún væri að gera. En hún byrjaði og þetta gekk fínt, kennarinn leit við og samþykkti allt sem hún var að gera, þetta var reyndar pabbi Hannesar, svo ég vonaði bara að Hannes væri meira líkur mömmu sinni, og ákvað að treysta því sem maðurinn sagði. En þetta gekk svona líka ljómandi hjá stúlkunni, ég fann ekkert til og jaxlarnir komu í heilu lagi, ansi fínir. Ég fékk að eiga þá fyrir ykkur sem viljið koma og kíkja. Þetta var auk þess skítódýrt. Allir til tannlæknis á Læknagarði. Veit ekki hvort ég myndi láta Jóa koma nær kjaftinum á mér en sem nemur meter, en þið hin; endilega bara.
mánudagur, mars 24, 2003
Tenglar
- B.
- Fótboltasögur SiljuSt
- Auja og Gísli í USA
- Hnakkinn
- Svala
- Cousin
- Baddi
- Promazin
- Jón Gunnar
- Hadda
- Robbi
- Villi
- Siggi
- mbl
- Eyjan
- Fésbókin
- Gmeil
- GOOOOOOGLE
- Baggalútur
- Ég fór í kringluna um helgina. Ég er ekki alltaf í...
- Er Baldur lítil, ljót tæfa? Voru tilfinningar mína...
- Akkuru, akkuru, akkuru spilar maður Risk við vini ...
- Er Erik ekki fallegt nafn?
- Ég var að skoða atvinnuauglýsingar á job.is Það va...
- Ég komst að því í gær að ég er ekki góður innanhús...
- Hefur einhver átt bíllausan vin, og svo allt í ein...
- Snilldar frétt í Fréttablaðinu bls.15. Rómeó og Jú...
- Berglind vinkona mín og götufélagi í Barmahlíðinni...
- Ég gleymdi að segja frá því hvað ég átti góða stun...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home