luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, apríl 30, 2003

Kristinn Logi, a.k.a Flameboy, bloggar um lífefnafræði og hina ýmsu sjúkdóma á síðunni sinni. Ég er bara að blogga um Friends. Nú finnst mér ég vera grunnhyggin og ekki námi mínu vaxin. EN ALLAVEGA....... Kannski er hann ekki hamingjusamari en ég, eða er hann það?? Kannski er góð tilfinning að vera vel staddur í námi... Ég myndi ekki vita það, ég hef aldrei verið vel stödd í námi, alltaf að frumlesa á síðustu stundu, á ég að fara í prófið eða ekki??? Þessi hugsun kemur upp kvöldið fyrir hvert einasta próf. Á næstu önn, þá ætla ég að lesa jafnt og þétt alla önnina og vera í geðveikt góðum málum fyrir prófin!!!! EINMITT!! Sjald hefur verið sagt, og það gerist aldrei neitt. Annað hvort er ég geðveik, eða að ég er SVO löt að það jaðrar við geðveiki. Hvorn pólinn sem maður velur, bíttar ekki diff!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home