Gat nú skeð að sólin sé farin að skína. Eitt er öruggt og það er að sólin á ekki eftir að skína eftir 18. maí :( En þegar sólin skín þá eru Doddi og Baldur farnir e-h út í óbyggðir að hlaupa. Þetta er farið að minna á vorið fyrir Landsmótið '98, ég get svo svarið það. En ég kvarta ekki, heldur þvert á móti skríki af kátínu, sem segir reyndar mjög mikið um gleðiþröskuld minn þessa dagana. Sjálf hleyp ég ekki!!!! Það kemur ekki til greina, og ber ég fyrir mig chronisku ástandi í tibiofibular syndesmosu. ÞAÐ ER VÍST SATT!! En talandi um hlaup. Þá varð mér litið upp úr Devlin og út um gluggann og sé ég þá unga konu koma hlaupandi úr Öskjuhlíðinni. Ég hef sjaldan séð önnur eins átök með jafn litlum árangri. Aumingja konan bægslaðist og hengslaðist, en komst ekkert úr sporunum. Mér þótti þetta hin besta skemmtun. Stundum held ég að ég sé PURE EVIL.
mánudagur, apríl 28, 2003
Tenglar
- B.
- Fótboltasögur SiljuSt
- Auja og Gísli í USA
- Hnakkinn
- Svala
- Cousin
- Baddi
- Promazin
- Jón Gunnar
- Hadda
- Robbi
- Villi
- Siggi
- mbl
- Eyjan
- Fésbókin
- Gmeil
- GOOOOOOGLE
- Baggalútur
- Djöfull verð ég fegin þegar þessar kosningar verða...
- Doddi er orðinn svo mjór og brúnn að ég ræð mér ek...
- Ég keyrði ein frá Akureyri til Reykjavíkur í gærkv...
- Gleðilegt sumar people. Ég er rosalega glöð að veð...
- Þegar ég sit í bílnum og dansa við stýrið, við lög...
- Ég ætla að hringja í Erik vin minn og athuga hvað ...
- Þá er ég orðin kona einsömul. Doddi og Ingvar eru ...
- Gleðilega Páska. Nú er Ingvar búinn að skipta um s...
- Bekkjasystir hans Dodda var kjörin Fegurðardrottni...
- Það er naumast búinn að vera páskabragur á þessu b...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home