luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, mars 24, 2004

Ef ég væri með kommentakerfi, þá yrði sjálfsagt allt vitlaust núna.........
Ég er ekki á móti skólagjöldum í Háskólanum, ég held svei mér þá að ég sé fylgjandi þeim. Og vil ég náðarsamlegast benda á að ég er ekki að fara að útskrifast í vor, og mun þ.a.l þurfa að borga þessi skólagjöld, verði þetta að veruleika. Ég er í mínu námi búin að rekast á tækjaskort og alls konar niðurskurð í kennslu, eins og því að krufningum var hætt vegna fjárskorts, og tel því að aukið fjármagn gæti verið til góðs fyrir mig sjálfa. Er sanngjarnt að þetta aukna fjármagn komi með hærra hlutfalli af launum skúringarkonunnar á Grund? Eða ruslakallanna eða bensínafgreiðslumanna? Ég tel að svo sé ekki. Mér finnst allt í lagi að ég borgi brúsann sjálf en ekki skattgreiðendur, sem kannski eiga sjálfir enga möguleika til náms. Ég mun væntanlega hafa hærri laun en þetta fólk í framtíðinni. Allavega er þetta mín skoðun, og nú er ég glöð að vera ekki með kommentakerfi:)
Líf og fjör.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home