luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, janúar 06, 2005

Akureyri

Er enn á Akureyri, kem heim á morgun og hlakka til. Strollaði um allan Akureyrarbæ áðan eins og geðjúklingur með vagninn í frekar lélegri færð. Þurfti að fara yfir mestu skaflana á þrjóskunni og veit ekki eins og hvað ég hef litið út, fyrir ökumenn sem keyrðu fram hjá mér. En einhver hlýtur nú að vera ástæðan fyrir djöfulganginum í mér? Jú mikið rétt. Ég ákvað að nota tímamótin sem gærdagurinn var í nýtt fráhald. Út með sykurinn. Mér finnst ég orðin eins feit og ég ætla mér að verða og nú skal dæminu snúið við. Nema hvað. Það er líka hætt við því að fólk eins og Bergþóra og Björgvin fari að hætta að tala við mig. Ég las einhvern tímann að fordómar væru hræðsla. Ef það er rétt þá eru B og B logandi hrædd við feitt fólk. Hehe.
Ég verð líka að vera komin á laugardaginn því mig langar að fara á Flórída og skipta út peningnum mínum. Þessa setningu skilja sumir lesendur aðrir ekki. Gaman að því að lifa í tveimur heimum, þar sem annar er svona leyniheimur og restin veit ekki hvað fer þar fram. Ég man allavega hvað það kom mér á óvart hvað það var mikið í gangi þarna. Jamm.

Vonbrigði gærdagsins voru tvenn.
1. Barbara fyrir að eiga ekki krógann á edrúafmælinu mínu. Barnið hefði þá að sjálfsögðu verið skírt í höfuðið á mér. Eníveis.
2. Ítalski veitingastaðurinn á Akureyri með hallærislega nafnið, La vita é Bella. Sökkaði!! Eini ljósi punkturinn á þeirri ferð var þegar þjónustustúlkan kom og spurði hvort hún mætti taka diskinn hans Dodda eða hvort hann væri bara í smá pásu. Það var ógeðslega fyndið.

Hrós gærdagsins fær Doddi fyrir fallegu gjöfina sem ég fékk á edrúafmælinu mínu. Doddi er kúl, Doddi er kúl, Doddi er svalur, Doddi er kúl. Eins og fimm glaðværar meyjar sungu eitt sinn á leiðinni heim af skautum, fullar. Og verðlaunin fyrir besta úthaldið EVER fær...................... DODDI!!! Eins og þegar sponsorinn minn stoppaði mig í 5. sporinu og spurði: "Bíddu og er þetta sami maðurinn sem þú býrð með núna?? Áhugavert!" Lifið heil.