Bráðgera dóttir mín
er farin að framkvæma eðlisfræðitilraunir upp á eigin spýtur. Hún tók ostsneið sem ég hafði rétt henni, klessti henni utan í eldhúsinnréttinguna, og skrækti svo hugfangin af spenningi yfir því að þar sat hún föst, en rann ekki niður eins og búist hefði mátt við þegar maður er 1 og hálfs árs. Nú er hún aðeins betur að sér í eðli og viðnámi hluta. Hvar endar þetta??
<< Home