Kolbeinn
Bekkurinn hans Ingvars á bangsa sem heitir Kolbeinn. Kolbeinn fer heim með einhverjum úr bekknum um hverja helgi svo ca. tvisvar á ári kemur hann heim með Ingvari. Meðfylgjandi Kolbeini er dagbók, græn á lit, þar sem barnið og foreldrarnir eiga að skrifa á hverjum degi hvað Kolbeinn er að brasa. Það var afar áhugavert að fylgjast með þróuninni í fyrra, enda rétt að hafa það í huga að í flestum tilfellum er um íslenska foreldra í lífsgæðakapphlaupi að ræða. Með hverri helginni sem leið fór Kolbeinn að gera meira og sjá meira. Um einu og sömu helgina fór Kolbeinn á skíði í Bláfjöllum, í bláa lónið, gekk á Esjuna, fór í leikhús, húsdýragarðinn, sund, og afmæli. Og alltaf jókst geðveikin. Við vorum náttúrulega ekkert skárri og stóðum sjálf okkur að því að vera fara á hina og þessa staði bara vegna þess að Kolbeinn var með í för. Ussssssss. Núna á föstudaginn fór Ingvar í vikufrí í skólanum og hvað vorum við heppinn að Kolbeinn mætti með honum heim. Heil vika. Mér er bjargað með bolludegi, sprengidegi, og öskudegi. Nóg líf og fjör þar. Annars var Doddi alveg með það á hreinu hvað gera skyldi. Hann ætlaði að skrifa suicide note frá Kolbeini í grænu bókina.
<< Home