Mér finnst eins og hér eigi að koma blogg
Síðasta prófið er á eftir. Röntgen. Eftir að hafa skoðað rtg. myndir á breiðtjaldi frá klukkan 14.00 í gær til 22.00, þá líður mér núna eins og ég gubbi ef ég þarf að horfa á aðra rtg. mynd. Vona samt að ég gubbi ekki í prófinu. Það væri svo neyðarlegt og ég færi öll í flækju og væri alltaf að hugsa um að hvað öllum hinum fannst um það að ég gubbaði í rtg. prófinu.
En svo á ég flug norður strax eftir próf og ég er ekki byrjuð að pakka. Kannski ég ætti að vera að gera það frekar en að skrifa þennan fullkomlega tilgangslausa pistil. Cousin Hab er þrítug á morgun með veislu í aften. Humm og þar sem aldursbilið á okkur Hrafnhildi breytist aldrei neitt þá minnir þetta mig á óhugnarlega staðreynd. Samt svo skrítið, því ég er svo sæt og hress.
Að lokum langar mig að þakka Barógenginu:
Tinnu, Sigga, Ásthildi, Sverri Inga......
Heiðrúnu og Hildi
fyrir að koma mér í gegnum Barotraumað í þetta skiptið. Því eins og ég hef bent á áður, þá fáum við tveggja daga frí núna, sem nær einmitt yfir helgi, áður en 11. vikna upplestrarfrí fyrir medicin og kirugiuprófin hefst. En þegar hér er komið við sögu er venjulega byrjað að grýta einhverju í mig. Samt Facta.
<< Home