Gátlisti
Í mörgum störfum er stuðst við gátlista, og er það vel. Til dæmis, í flugumferðareftirliti, þá er stuðst við gátlista þegar farið er yfir flugvélarnar. Sem farþegi í vélinni vil ég einmitt trúa því að það hafi ekki verið neitt atriði á gátlistanum sem gleymdist, heldur að stuðst hafi verið við listann og krossað samviskusamlega við.
En hvað þá með krufningarnar? Hvernig á hæstvirtur Obducent að muna hvort hann sé búinn að skoða allt? Væri ekki gott að eiga gátlista þar?
Þessu vakti ég máls á, við minn ágæta samstarfs obducent í gærmorgun. Þá vildi svo skemmtilega til að ég var búin að vera með lagið Furðuverk, sem Rut söng um árið, á heilanum frá því um helgina þar áður. En nú er það einmitt svo, að lagið Furðuverk, dugar sem ágætis gátlisti fyrir krufningu. Eða svo gott sem. Það mætti bæta við erindi sem segir:
Ég hef eitt splen, en tvö ren
og glandulae adrenalis hjá.
æi ég þarf að útfæra þetta betur. Pétur Snæbjörns setti reyndar út á að það vantaði kalkkirtlana í textann, en þá, er einmitt oft erfitt að finna. En meðfylgjandi er textinn hennar Rutar. Uppáhaldskaflinn minn er: Eina tungu og tvö lungu........
Furðuverk
Ég á augu, ég á eyru
ég á lítið skrítið nef.
Ég á augabrúnir, augnalok
sem lokast þegar ég sef.
Ég á kinnar og varir rauðar
og á höfði hef ég hár.
Eina tungu og tvö lungu
og heila sem er klár.
Ég á tennur og blóð sem rennur
og hjarta sem að slær.
Tvær hendur og tvo fætur,
tíu fingur og tíu tær.
Ég get gengið, ég get hlaupið,
kann að tala mannamál.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
en innst inni hef ég sál.
Því ég er furðuverk,
algjört furðuverk,
sem að Guð bjó til.
Ég er furðuverk,
algjört furðuverk,
lítið samt ég skil.
<< Home