luxatio hugans

awakening

laugardagur, júlí 15, 2006

Nýja ástin í lífi mínu


er Saeco Incanto de Luxe. Þessi mynd ætti að duga ágætlega til að vekja öfund hjá lesendum síðunnar sem ófærir eru um að samgleðjast. Hinir eru svo guðvelkomnir í kaffi. Ég er búin að vera óstöðvandi í að flóa mjólk síðustu daga, og kaffisírópsbragðtegundirnar telja tvær í dag. Ó mín fagra, ósérplægna vinkona. Á morgnum sem þessum, þegar Ester Helga hefur upp raust sína fyrir 07.00, er ekkert eins unaðslegt eins og að skella bollanum undir stútinn og panta dobbel expresso án þess að þurfa að opna augun á meðan.

Hér kemur ein pæling. Þar sem við hjónin fengum 3 slíkar kaffivélar + inneignarnótu sem eyrnarmerkt var kaffivél, mætti þá túlka það þannig að við séum sérlegt áhugafólk um kaffi? Tala ég um lítið annað en kaffi? KOFFEEEEIIIIIN!!! Maður spyr sig. Því auk vélanna fengum við mjög listrænt Eva Solo kaffisett, kaffibolla fengum við, afar fancy hitabrúsa og svona mætti áfram telja. Allavega er ég sólgin í nýja kaffið mitt og stend eins og róni á Kaffi Austurstræti og skelli í mig á kortersfresti. Nú er einmitt kominn tími á bolla. Heyrumst.