Í kjölfar síðustu bloggfærslu
og að loknu Kastljósi kvöldsins liggur mér jafnframt það á hjarta, hvað mér finnst Framsóknarflokkurinn og allt sem honum viðkemur, viðurstyggilegur. Það er algjörlega óásættanlegt að maður með ómælanlegt fylgi hafi töglin og haldirnar í borgarstjórn og að minnsti flokkur landsins sitji á helming ráðherrastólanna. Mér ofbýður þessi skortur á lýðræði.
Annars er ég nokkuð hress bara. Ég var sveitt að baka sörur í dag því ég fékk eftirfarandi skilaboð frá frú Auðbjörgu sem búsett er í USA en er stödd hér á landi: "Bjóddu mér í kaffi og sörur eða ég lem þig." Engar átti ég sörurnar og hófst því óðara handa við baksturinn enda þekki ég fortíð Auðbjargar og tek enga sénsa. Vertu velkomin í kaffi og sörur bakaðar í ótta, Auðbjörg.
<< Home