luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, desember 07, 2006

Tíðindi

Já það hefur sko heldur betur dregið til tíðinda hér í Eskihlíðinni frá því síðast. Ég er búin með tvö próf frá því ég ritaði síðast á veflók þennan. Nú er ég sprenglærð í taugalæknisfræði og geðlæknisfræði og mun búa vel og lengi að visku þessari. Jamm.
Við Heiðrún beiluðum á 13 k í gær að loknu prófi. Það var kalt og við vorum þreyttar, svangar og okkur var illt. Allsstaðar. En 13 k verða farnir á eftir. Með góðu eða illu.
Lárus fór í leikhús í gær. Við fórum að sjá Blóðbrúðkaup, en þar steig á stokk..... okkar stórglæsilega.......... límíð í Lárusi, Kristín Þóra. Þetta var stórskemmtilegt verk. Gagnrýnendur eru fífl. Það bregst ekki að ef ég hef farið á einhvern viðburð þá er ég ósammála gagnrýnendum. Þetta eru bara bitur svarthol upp til hópa. Næst ætlar Lárus á jólamynd með Ben Stiller og svo ætlum við norður á AK City í leikhúsferð. Það verður snilld.
Jæja nú þarf ég að undirbúa mig andlega undir 13 k. Karakter!!!!!!!!