Uppgjörið
Ég er skráð í Heimdall. Ég er búin að vera skráð í Heimdall lengi, ég man ekki alveg hvernig það kom til né hvenær það var. En verandi fátækur námsmaður að mennta mig í heilbrigðisgeiranum þá get ég ekki varist því að heillast af Vinstri grænum. Mér finnst þeir hafa fallega stefnuskrá. Og rosalega var ég líka heilluð þegar ég sá prófkjörsuppgjörin þeirra. Sokkabuxur og kaffibaukar voru stærstu útgjaldaliðirnir í prófkjörsbaráttunni. Engar milljónir í atkvæðaveiðar þar. Já þetta finnst mér fallegt.
Annars á ég mér nýtt slagorð: Sif í badmintonið!
<< Home