luxatio hugans

awakening

sunnudagur, júní 10, 2007

Lifandi Vísindi

Ingvar tilkynnti okkur það í morgun að það eru til 3 tegundir af hori. Með hans orðum: "Það er slímhor, fast hor og hart hor. Mér finnst slímhorið ógeðslegast en harða horið skást. Manni klæjar undan harða horinu ef að það er mikið af því laust í nefinu og þess vegna þarf að ná því út, en það er auðvelt. Það er erfiðast að ná fasta horinu og þá fær maður stundum blóðnasir."

Jahá. Er einhverju við þetta að bæta?!