luxatio hugans

awakening

þriðjudagur, september 25, 2007

Fríkað Bónusmóment

Fór í Bónus áðan og fór í grænmetiskælinn. Á sama tíma og ég voru þarna inni, þrír ábyggilega Víetnamar sem töluðu hátt og voru að versla mikið grænmeti og tvær pólskar konur sem töluðu saman á pólsku og ég veit að önnur þeirra er læknir. Ég stend og er að velja mér tómata, eða túmata eins og amma Þórgunnur sagði alltaf, í poka þegar það vindur sér að mér rétt rúmlega fimmtug kona og spyr: "Þú ert Íslendingur, er það ekki?"
Ég játa því náttúrulega enda ekki lygari eins og MaggaVaff sem hefði ábyggilega séð sæng sína útbreidda að koma með einhverja góða lygasögu um það að vera ættleiddur tvíburi af eistneskum uppruna við þetta tilefni.
Nema hvað að þá fer konan að spyrja mig hvort mér finnist þetta ekki skrítið að hafa alla þessa útlendinga hér og hvað mér finnist eiginlega um þetta. Ég muldra bara eitthvað vandræðalega enda ekki alveg tilbúin til að taka þátt í stofnfundi Hins íslenska nýnasistaflokks í grænmetisdeildinni í Bónus. Var að hugsa um að bjóða henni í kaffi til að kynnast Filippseyjingnum sem býr hjá mér. En ég lét það ógert.