luxatio hugans

awakening

sunnudagur, desember 16, 2007

Hvað er verra

en að vera andvaka með kallinn á næturvakt? Það er að vera andvaka með kallinn á næturvakt og frystinn stútfullan af sörum. Djöfull og andskoti. Það færi þó aldrei svo að ég kæmist ekki í D&G kjólinn um jólin. Einungis frk. B veit hversu hræðilegt það yrði og það er ekki eingöngu vegna fegurðar kjólsins.

En fyrst þessi færsla er orðin meinhorn þá langar mig að bæta við litlum fróðleiksmola um verðlag á okureyjunni okkar. Á lokadegi mínum í NY fattaði ég að mig sárvantaði ákveðna skó, lífshamingja mín hreinlega stæði og félli með því. Þá var ég fallin á tíma að finna þá sjálf en hugsaði mér gott til glóðarinnar að Doddi yrði fjórum dögum lengur en ég og ég gæti verslað þá á netinu og sent þá á hótelið til hans. Ég stóð í þeirri meiningu að skórnir væru ófáanlegir á klakanum. Skóna fann ég víða á netinu og alls staðar á 119 dollara. Þegar ég ætlaði að kaupa, þá fékk ég alltaf meldingu um að varan í réttum lit og minni stærð væri uppseld. Þegar ég var búin að reyna 4000 síður þá gafst ég upp. Skóna fann ég hins vegar í Bretlandi en blöskraði alveg að sjá að þar vildu þeir fá lítil 140 pund fyrir herlegheitin. Þar fannst mér Bretinn okra á Kananum. Ég öskraði af kæti í dag þegar ég rakst á auglýsingu í Fréttablaðinu frá ákv. skóbúð sem auglýsti skóna mína. Ég hringdi og sú ágæta verslun vill fá 26500 íkr fyrir skóna PLÚS að þeir áttu ekki litinn sem ég vildi.
USA: 7500 íkr
UK: 17800 íkr
Ísland: 26500 íkr

Jæja ætlum við að láta bjóða okkur þetta rugl alveg út í það óendanlega eða???! Sem betur fer hef ég náð að halda fjölskyldunni vel dressaðri með þremur USA ferðum á ári. Maður á bara ekki að versla hérna heima. Djöfulsins glæpamennska.