luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, apríl 09, 2008

Af fjallaþvaðri

Fyrir svona ca. 5 árum þá langaði mig að myrða með berum höndum fólk sem var æðandi upp um trissur og hóla, OG það sem verra var, þurfti að vera síþvaðrandi um það. Oj, hrollurinn og gubban og vorkunin sem ég fann með þessu óáhugaverða fólki og þeirra óáhugaverða lífi.
Fræg er orðin sagan af því þegar ég átti fyrsta símtalið við konu sem ætlaði að leiðbeina mér með ákveðna hluti. Áttum meiriháttar símtal í klukkustund og mér fannst ég aldrei hafa þekkt neinn svona vel og aldrei fyrr hafði einhver skilið nákvæmlega hvernig mér leið, en þegar við mæltum okkur mót og hún sagði mér að ég gæti þekkt hana á því að hún yrði í bláum vindjakka þá var ég næstum hætt við, án gamans, þá skipti tengingin í þessu klukkustundarsamtali engu máli lengur.
En allavega kveikjan af færslunni er sú að það hafði samband við mig maður sem er í miklu sambandi við fjallgöngufélagann minn. Hann var að biðja mig um að hætta að labba á fjöll með henni því hún gæti ekki hætt að þvaðra um þetta. Þá helltist það yfir mig. Ég er orðin Haraldur Örn.