luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, apríl 02, 2008

Af síðustu færslu

Auðvitað var þetta aprílgabb. Við erum fokking hamingjusömustu hjón veraldar. Nema eftir næturvaktir og nema þegar Doddi smíðar. Og ég er eigi ólétt heldur, ætla mér að klára þetta kandidatsár.
En þeir teljast hafa hlaupið apríl sem sendu mér hamingjuóskir á sms eða msn;)
Það ískraði samt í mér yfir því. Sjúklega fyndið að senda hamingjuóskir en þessi meinti skilnaður var bara látinn liggja milli hluta.
Mér finnst súrast samt að mamma hringdi ekki á innsoginu. Þó hefur hún nokkrum sinnum hringt á innsoginu vegna skrifa minna hér. Þetta var líklega of langsótt fyrir hana.