luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, mars 27, 2008

Af næturvaktarmanium

Það fá þær greinilega fleiri en ég.
Þóroddi, eiginmanni mínum, fannst það nefnilega prýðileg hugmynd í gærmorgun eftir næturvakt að panta 40 kg af gróðurmold og gulrótarfræ á netinu og láta senda Jóni Fannari vini sínum í þrítugsafmælisgjöf.
Fleirum en mér fannst þetta furðulegt. Blýflugan og blómið á Akureyri hringdi til að fá staðfestingu á því að þessi pöntun væri rétt, áður en þeir tóku sig til og glöddu afmælisbarnið með heimsendingunni góðu.
Þessi bloggsíða væri löngu dauð ef ég væri ekki gift Þóroddi.