luxatio hugans

awakening

fimmtudagur, mars 13, 2008

Af snappi eiginmannsins

Eins og sumir hafa fengið að reka sig á, get ég verið ansi geðvond eftir sólarhringsvaktirnar sem ég hef verið taka fyrir austan. Eftir eina slíka kom ég heim að morgni og byrjaði á því að bjóða fullt af fólki í mat og póker um kvöldið. Svo var ég með einhvern hreyting í allar áttir og fór svo að sofa. Doddi ræfillinn hafði heyrt í gegnum mína hlið símtalana að ég var eitthvað að bjóða í mat og var eitthvað stressaður yfir þessu og vildi vita hverjir kæmu og hvenær og hvað ætti að hafa í matinn en mér fannst þetta ekki svona mikið mál og vildi bara fá að sofna í friði og bað hann að leyfa mér að sofna, þetta myndi reddast. Þegar ég svo vakna og VOGA MÉR að spyrja hvort Olli frændi hafi verið látinn vita af matnum þá fuðraði Þóroddur skyndilega upp, otaði steikarspaðanum sem hann hélt á að mér og hvæsti: "Ef ég myndi nenna því þá myndi ég snappa núna!"
Svo snappaði hann, þannig að augljóslega nennti hann því alveg, skil ekki kommentið sem á undan kom en til allrar ólukku fyrir mann sem snappar einu sinni á öld vorum við Anna María báðar viðstaddar og trylltumst úr hlátri. Ömurlegt að snappa loksins og fá ekki að gera það í friði fyrir flissi. En frasinn er óborganlegur og brúkanlegur við flest tækifæri.