luxatio hugans

awakening

miðvikudagur, mars 12, 2008

Af eymingjahætti

Ég er ekki nógu hress. Ég er lasin og á bágt. Enginn er að hugsa um mig - engum þykir nógu vænt um mig til að strjúka yfir ennið á mér með rökum, svölum þvottapoka, leigja handa mér videospólu og kaupa handa mér kók. Ég er einstæðingur í þessum heimi. Ferlega er það ömurlegt hlutskipti.
En eitt á ég til að lifa fyrir. Það er pókerkvöld og ég er vel birg af hitalækkandi og verkjastillandi. Potturinn verður minn.