luxatio hugans

awakening

mánudagur, mars 03, 2008

Af auglýsingum

Þoli ekki auglýsinguna um Wheetos morgunkornið og nú skal ég segja ykkur af hverju. Það er vegna þess að krakkarnir í auglýsingunni fara á fætur og bursta tennurnar ÁÐUR en þau fá sér skál af Wheetos. Nú dreg ég þá ályktun að þau fari með óburstaðar tennurnar í skólann og það finnst mér hreint og beint óþolandi tilhugsun. Jóhann Vilhjálmsson hlýtur að jáa mig í þessu máli.

Svo þoli ég það ekki að ég skuli grenja yfir SÍBS auglýsingum. Það er bara eitthvað við: SÍBS - fyrir lífið sjálft sem sigrar grenjuvörnina sem annars er frekar virk.