Af Bítlunum
Við vorum í mat hjá Þóru og Hauk um daginn. Doddi og Haukur voru eitthvað að ræða einhverja tónlistarmenn sem væri ægilega góðir og mikið að gera góða hluti um þessar mundir. Ég man ekkert hverja þeir ræddu en nokkrir voru nefndir og þá helst einhverjir ný og óþekkt nöfn sem væru að sanna sig. Þá gellur allt í einu í Ingvari sem stóð og úðaði í sig hreindýrapaté: Já og svo eru Bítlarnir líka góðir. Doddi varð eitthvað hvumsa og spurði hvað það kæmi málinu við. Þá segir Ingvar: Ég hélt að við værum að ræða góðar hljómsveitir. Bítlarnir eru góð hljómsveit.
<< Home