luxatio hugans

awakening

föstudagur, febrúar 22, 2008

Af pókeriðkun

Hrikalegt að heyra að litla bleiuþingmannsskottið okkar sé spilafíkill í ofanálag. Það væri það ef það yrði honum að falli. En sérstaklega voru fréttirnar truflandi í ljósi þess að á miðvikudagskvöldið síðastliðið var haldið æsilegt pókermót hér í eldhúsinu. Mættar voru nokkrar konur sem eiga það sameiginlegt að ætla að útskrifast úr læknisfræði í vor. En nú er ekki gott að segja hvað verður. Þeir fara varla að veita einhverjum lækningaleyfi sem spilar hið djöfullega pókerspil sér til gamans.
Þórhildur mætti með elsta trix bransans í farteskinu, en það er ekki við hana að sakast, við hinar kolféllum fyrir blöffinu. Hún mætti nefnilega og sagðist aldrei hafa spilað póker, kynni ekki neitt, þóttist vera voðalega lengi að ná þessu, alltaf að spyrja hvað hún ætti nú að gera, og stóð náttúrulega uppi sem sigurvegari með langstærstu hrúguna og þóttist ekkert botna í þessari byrjanda heppni. Right! Það veit ég að hún og Þórður voru búin að æfa leikritið svo dögum eða vikum skiptir. En svona er pókerinn.